14. jún. 2007

Litrík sumarsýning í Hönnunarsafni Íslands

Litrík sumarsýning í Hönnunarsafni Íslands
  • Séð yfir Garðabæ

Í sýningarsal Hönnunarsafns Íslands að Garðatorgi hefur verið sett upp sumarsýning á ýmsum munum í eigu safnsins.  Á sýningunni eru glergripir, stólar, keramíkverk eftir bæði íslenska sem erlenda hönnuði. 

Verkin eru eftir eftirtalda hönnuði:
Alvar Aalto (Iittala), Ann Wåhlström, Bertil Vallien, Camillu Moberg, Erik Magnussen (Stelton), Guðnýju Magnúsdóttur, Gunnel Sahlin, Gunillu Kihlgren, Göran Bergström, Hauk Dór, Helenu Krantz, Idu Olai, Jón Ólafsson, Jasper Morrisson (Magis), Jónínu Guðnadóttur, Kaj Franck (Iittala), Kolbrúnu Björgólfsdóttur, Kristínu Ísleifsdóttur, La Pavoni, Magnús Þorgrímsson, Monicu Bäckström, Per B. Sundberg, Philippe Starck (Magis), Piu Rakel Sverrisdóttur, Ragnar Kjartansson, Richard Hutten, Rolf Sinnemark, Sari Piiroinen, Sigrúnu Ó. Einarsdóttur og Søren Larsen, Sóleyju Eiríksdóttur, Stefan Lindfors (Iittala), Ullu Forsell, Ullu Ohlson, Verner Panton (Magis) og Þóru Steinþórsdóttur.

 

Sýningin verður opin skv. umtali í júní og júlí og áhugasamir geta haft beint samband við Hönnunarsafnið í síma 544 2225 og pantað tíma til að skoða sýninguna. Einnig er hægt að sjá sýningarmunina í gegnum glugga innan frá Garðatorgi og einnig vestan megin frá torginu. Framundan í haust eru fjölmargar áhugaverðar sýningar í sýningarsal safnsins.

 

Ýmsir litríkir munir eru á sumarsýningu safnsins.