14. jún. 2007

Vorferð leshrings Bókasafns Garðabæjar

Vorferð leshrings Bókasafns Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Leshringur Bókasafns Garðabæjar fór fyrir skömmu í sína árlegu vorferð. Förinni var heitið í miðbæ Reykjavíkur til að skoða tvær athyglisverðar sýningar.  Fyrst var farið á Landnámssýninguna, Reykjavík 871`+-2.  Hópurinn fékk góða leiðsögn og fræðslu, bæði frá íslensku starfsfólki og norskum fornleifafræðingum sem sýndu hópnum m.a. hvernig þeir vinna með efni sem  varðveitir rústir landnámsbæjarins líkt og steingervinga. 

 

Síðan lá leiðin á Sögusýningu Landsbankans, þar sem hópurinn fékk höfðinglegar móttökur.   Mjög skemmtilegt var að sjá myndir af þjóðlífi fyrri tíma sem tengjast hinni 120 ára sögu bankans og stórfenglegt var að sjá miðbæjarbrunann mikla 1915  ljóslifandi í frábærri sýningu.   Leshringurinn er núna kominn í sumarfrí en tekur aftur til starfa í september. Leshringurinn hittist reglulega yfir vetrartímann og þeir sem vilja kynna sér nánar starfsemi leshringsins geta haft samband við Bókasafn Garðabæjar í síma 525 8550.

 


Leshringur Bókasafns Garðabæjar í sinni árlegu vorferð.