5. jún. 2007

Nemendur Garðaskóla stóðu sig vel í samræmdum prófum

Nemendur Garðaskóla stóðu sig vel í samræmdum prófum
  • Séð yfir Garðabæ


Ragnar Gíslason í hópi nemenda á vorhátíð skólansNemendur 10. bekkja í Garðaskóla stóðu sig einkar vel í samræmdum prófum í vor. Meðaleinkunn í Garðaskóla er í öllum greinum hærri en meðaleinkunn í tveimur efstu kjördæmunum. Skólinn bætir því enn ágætan árangur sinn frá því í fyrravor.  

Ragnar Gíslason skólastjóri er að vonum ánægður með árangurinn og segir jafnframt athyglisvert hversu háar stærðfræðieinkunnir 9. bekkinga í "flugferðum" eru, en þeir taka samræmda prófið ári fyrr en þeir þurfa.

Í gögnum frá Námsmatsstofnun kemur fram að samanburður á milli landshluta í dönsku, náttúrufræði og samfélagsfræði sé marklaus vegna þess hve mismargir nemendur þreyta prófa í þessum greinum eftir landshlutum. Ragnar segir að nemendur Garðaskóla hafi ekki síður staðið sig vel í þeim greinum enda hafi mikill jákvæður vinnuandi ríkt í skólanum í vetur.

Hér fyrir neðan er meðaleinkunn í Garðaskóla borin saman við meðaleinkunn í tveimur efstu landshlutunum, þ.e. í Reykjavík og í suðvesturkjördæmi.

Íslenska

Garðaskóli: 6.80
Reykjavík: 6.5
Suðvestur: 6.6

Stærðfræði:

Garðaskóli: 7.13
Reykjavík: 6.2
Suðvestur: 6.6

Enska:

Garðaskóli: 7.35
Reykjavík: 7.2
Suðvestur: 7.3

Danska:

Garðaskóli: 7.05
Reykjavík: 6.8
Suðvestur: 6.9

Náttúrufræði:

Garðaskóli: 6.89
Reykjavík: 6.7
Suðvestur: 6.6

Samfélagsfræði:

Garðaskóli: 6.77
Reykjavík: 5.9
Suðvestur: 5.9