5. jún. 2007

Garðabær kolefnisjafnar bifreiðar sínar

  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti nýlega tillögu Erlings Ásgeirssonar bæjarfulltrúa um að taka þátt í verkefninu Kolviður. Garðabær mun kolefnisjafna bifreiðar bæjarins með því að greiða fyrir þann fjölda trjáa sem þarf til þess að jafna út áhrif útblásturs bifreiðanna í andrúmsloftið.

Útblástur bifreiða losar koldíoxíð (CO2) út í andrúmsloftið sem er helsta ástæða loftlagsbreytinga. Fjölmargir telja loftlagsbreytingar vera mestu ógn við umhverfið sem við stöndum frammi fyrir. Með skógrækt er unnið gegn þessum áhrifum þar sem tré hafa þann eiginleika að binda kolefni (C) og losa súrefni (O2)út í andrúmsloftið.

Með samþykktinni vill bæjarstjórn Garðabjæar leggja sitt af mörkum til að vinna gegn þeirri óheillaþróun sem aukið koldíoxíð í andrúmslofti veldur. Kostnaður við að kolefnisjafna hvern bíl fer eftir bensíneyðslu og árlegum akstri, en þumalputtareglan er sú að árlega þurfi að greiða fyrir hvern bíl sem svarar andvirði einnar áfyllingar.

Sjá nánar á www.kolvidur.is