1. jún. 2007

Grunnskólabörn gróðursetja í Bæjargarðinn

Grunnskólabörn gróðursetja í Bæjargarðinn
  • Séð yfir Garðabæ


Nemendur grunnskólanna hafa undanfarna daga gróðursett birkiplöntur í fyrirhugaðan bæjargarð. Þau eru með því að mynda skjól umhverfis leikflatir sem hannaðar hafa verið inn á hraunflöt sem er innan við hraunjaðarinn.

Bæjargarður er ennþá vinnuheiti yfir væntanlegan bæjargarð, er hlýtur nafn síðar. Hann er staðsettur á hluta Hraunsholtstúns og á hraunjaðri austan þess. Aðkoma að garðinum er yfir göngubrúna neðan Stekkjarflatar.  Teiknistofan Landslag ehf. sér um hönnun garðsins.

Nemendur grunnskólanna í Garðabæ hafa undanfarin 15 ár gróðursett birkiplöntur sem úthlutað er til þeirra úr Yrkjusjóði. Þeir hafa gróðursett í holtin ofan við bæinn t.d. á Hnoðraholti.

Gróðursetning barnanna í vor er fyrsta gróðursetning í fyrirhugaðan bæjargarð.

Krakkarnir skráðu þátttöku sína í gróðursetningunni í gestabók.

Frá gróðursetningu í nýjan bæjargarð