29. maí 2007

Bæjarstjórar heimsóttu Hofsstaði

Bjarstjraing
  • Séð yfir Garðabæ


Bæjarstjórar landsins þinguðu nýlega og heimsóttu þá m.a.Garðabæ. Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar fór með starsfélaga sína í rútuferð um bæinn og sagði þeim frá því sem hæst ber. 

Bæjarstjórarnir komu m.a. við í Minjagarðinum við Hofsstaði þar sem Guðfinna B. Kristjánsdóttir upplýsingastjóri tók á móti þeim, sagði þeim frá tilurð Minjagarðsins og þeim minjum sem þar fundust og sýndi margmiðlunarefnið sem þar er aðgengilegt öllum. Efnið segir frá sögu staðarins og lífi fólksins sem bjó á Hofsstöðum fyrir meira en eitt þúsund árum. Það er hægt að skoða hvenær sem er í tölvustöndum í garðinum.

Bæjarstjórar landsins heimsóttu Minjagarðinn að Hofsstöðum

Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Guðfinna Kristjánsdóttir
upplýsingastjóri segja frá Minjagarðinum.