Nemendur af Leikskólabrú útskrifaðir
Nemendur af Leikskólabrú útskrifaðir
Nemendur námskeiðsins Leikskólabrú voru nýlega útskrifaðir frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Leikskólabrúin er námskeið fyrir leiðbeinendur í leikskólum í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi og eru þau haldin í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Námskeiðin eru metin til eininga til stúdentsprófs og einnig til hækkana á launaflokkum.
Á námskeiðinu er kennd uppeldisfræði, listgreinar og leikskólafræði. Nemendur láta mjög vel að náminu og eru þessi námskeið oft upphafið af námi til stúdentprófs og síðan áframahaldandi háskólanáms. Á vef FG kemur fram að námsárangur var mjög góður hjá nemendur annarinnar.
Hægt er að bæta við nemendum á haustönn en þá verða bæði byrjunaráfangar og framhaldsáfangar í boði.