Þrjú verkefni frá Garðabæ tilnefnd til foreldraverðlauna Heimilis og skóla
Þrjú verkefni frá Garðabæ voru tilnefnd til foreldraverðlauna Heimilis og skóla sem veitt voru í vikunni.
Tvö verkefnanna eru frá Flataskóla
Annars vegar verkefnið Fjölmenningarhátíð en þar voru þau Ingibjörg Baldursdóttir bókasafnsfræðingur og Vilhjálmur Kári Haraldsson í fararbroddi. Foreldrafélag skólans tilnefndi þau til verðlaunanna.
Fjölmenningarhátíðin var haldin 26. september 2006 en þá var nemendum sem eiga erlendan föður og/eða móður boðið á hátíð ásamt foreldrum sínum. Nemendur sögðu frá menningu sinni og tungumáli, sýndu fatnað og spjölluðu saman. Markmiðið var að skapa samkennd meðal nemenda. Í rökstuðningi foreldrafélagsins segir að allir sem komu hafi haft gagn og gaman að hátíðinni.
Flataskóli tilnefndi einnig foreldrafélag skólans til verðlaunanna fyrir verkefnið 10 ráð handa foreldrum og nemendum. Foreldrafélagið fékk Pál Ólafsson, félagsráðgjafa, til liðs við sig vegna námskeiðs haustið 2006 þar sem rætt var um samskipti. Námskeiðið, sem var fyrir nemendur í 7. bekk og foreldra þeirra, var sérstaklega hugsað sem undirbúningur fyrir unglingsárin. Mikil almenn ánægja var með fyrirlestrana og fyrirkomulag fræðslunnar.
Vilhjálmur Kári Haraldsson og Ingibjörg
Baldursdóttir í Flataskóla
Elísabet Benónýsdóttir, kennsluráðgjafi
í upplýsingatækni í Hofsstaðaskóla