9. maí 2007

Áhugaverðar bækur og hugleiðingar um Garðabæ

Áhugaverðar bækur og hugleiðingar um Garðabæ
  • Séð yfir Garðabæ


Afmælishátíð Bókasafns Garðabæjar í tilefni af 25 ára afmæli safnsins lauk í gær með upplestrarkvöldi í félagsmiðstöðinni Garðabergi.  Á upplestrarkvöldinu komu fram þeir Jón Yngvi Jóhannesson bókmenntafræðingur og Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og bæjarlistamaður Garðabæjar 2006.  Jón Yngvi greindi áhorfendum frá helstu bókum sem komu út í fyrra og álit hans á þeim. Rúnar Helgi ræddi sína sýn á mannlífið í Garðabæ og greindi frá niðurstöðum sínum með gagnrýnum og jafnframt gamansömum hætti. Þetta er þriðja árið í röð sem upplestrarkvöld undir yfirskriftinni Bókin og birtan eru haldin á vegum Bókasafns Garðabæjar og menningar- og safnanefndar.


Áhorfendur fylgdust vel með bókmenntaumræðum kvöldsins.


Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur


Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og þýðandi.