7. maí 2007

Snyrtilegri bæ fagnað

Snyrtilegri bæ fagnað
  • Séð yfir Garðabæ

Það var líf og fjör á Garðatorgi þegar bæjarbúar fögnuðu snyrtilegri bæ á lokahátíð hreinsunardaganna. Fjölmargir komu við á torginu, fengu vöfflur og kaffi og þáðu birkiplöntu að gjöf frá garðyrkjudeild bæjarins.

Verkefnið Garðabær - snyrtilegasti bærinn, heldur að sjálfsögðu áfram þótt hreinsunarátakinu sé formlega lokið. Bæjarbúar eru áfram hvattir til að koma með hugmyndir að því hvernig hægt er að fegra og snyrta bæinn allt árið.

Myndirnar hér fyrir neðan eru frá lokahátíðinni.