Lokahátíð hreinsunarátaksins á Garðatorgi kl. 16-18 í dag
Lokahátíð hreinsunarátaksins á Garðatorgi kl. 16-18 í dag
Lokahátið hreinsunarátaksins sem staðið hefur yfir þessa viku verður haldið á Garðatorgi kl. 16-18 í dag. Garðbæingar eru hvattir til að láta sjá sig og fagna saman snyrtilegri bæ.
Tónlistarmenn úr Garðabæ munu leika fyrir gesti. Boðið verður upp á vöfflur, kaffi og svaladrykk og garðyrkjudeild bæjarins gefur bæjarbúum birkiplöntur í þakklætisskyni fyrir þátttökuna.
Fjölmargir bæjarbúar hafa tekið til hendinni í hreinsunarvikunni.