30. apr. 2007

Stærsta blakmót sem haldið hefur verið

  • Séð yfir Garðabæ


Öldungamót í blaki fór fram í öllum íþróttasölum eða á alls 10 völlum í Garðabæ um helgina. Þetta er stærsta blakmót sem haldið hefur verið en í því taka þátt 106 lið frá öllum landshornum eða um 700 keppendur.

Mótinu lýkur í dag, mánudaginn 30. apríl og verður lokahóf þess haldið í kvöld. 

Keppendur gista í skólum, heimahúsum og stofnunum víða um bæinn og hafa sett svip sinn á bæjarlífið um helgina.

Vegna mótsins verður sundlauginni lokað í dag mánudag kl. 17:00.

Umfjöllun um mótið og myndir eru á vef Stjörnunnar.