27. apr. 2007

Hreinsunarátak í Garðabæ 28. apríl til 4. maí

Hreinsunarátak í Garðabæ 28. apríl til 4. maí
  • Séð yfir Garðabæ


Hreinsunarátak verður í Garðabæ dagana 28. apríl til 4. maí. Garðbæingar eru hvattir til að fara út og snyrta og fegra umhverfi sitt þessa daga. Starfsmenn bæjarins verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur er í pokum út fyrir lóðamörk.

Félög og aðrir hópar sem taka sig saman um að hreinsa tiltekin svæði geta sótt um hvatningarstyrk í netfangið erlabil@gardabaer.is og t.d. nýtt hann til að halda grillveislu að verki loknu.

Lokahátíð átaksins verður á Garðatorgi föstudaginn 4. maí kl. 16-18. Boðið verður upp á vöfflur og kakó og garðyrkjudeild bæjarins gefur bæjarbúum litlar birkiplöntur í þakklætisskyni fyrir þeirra framlag til snyrtilegri bæjar.

Nánari upplýsingar eru á vefnum www.gardabaer.is/hreinsunaratak