26. apr. 2007

Dagur umhverfisins í Sjálandsskóla.

Dagur umhverfisins í Sjálandsskóla.
  • Séð yfir Garðabæ

Miðvikudagurinn 25. apríl var dagur umhverfisins. Nemendur og starfsfólk Sjálandsskóla lögðu gjörva hönd á plóg bæði í hreinsun og umbótum í umhverfi skólans í tilefni dagsins.

Fjaran milli Hofsstaðalækjar og Hraunsholtslækjar var hreinsuð svo og skólalóðin og umhverfi hennar. Nemendur settu niður rifsberjarunna, kartöflur, radísur, rósarunna og margvísleg tré á skólalóðinni.

Einnig var gert varanlegt eldstæði á lóðinni og settur niður safnkassi.

Á myndunum sést starfsfólk og nemendur Sjálandsskóla að störfum við fegrun umhverfisins.

Mynd frá degi umhverfisins í Sjálandsskóla

Mynd frá degi umhverfisins í Sjálandsskóla

Mynd frá degi umhverfisins í Sjálandsskóla