24. apr. 2007

Foreldrar eru ánægðir með starf leikskóla Garðabæjar

Foreldrar eru ánægðir með starf leikskóla Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ


Almenn ánægja er með störf leikskóla Garðabæjar meðal foreldra leikskólabarna, samkvæmt könnun sem gerð var í mars sl. 

97% foreldra telja að barni sínu líði vel á leikskólanum, langflestir segja viðmót starfsfólks gott og auðvelt að leita ráða á leikskólanum um uppeldi barnsins.  

Könnunin var send rafrænt til foreldra 258 barna en svör bárust 133.

Niðurstöður könnunarinnar eru aðgengilegar á vefnum