20. apr. 2007

Minn Garðabær vekur athygli á evrópskri ráðstefnu

Eisco 2007
  • Séð yfir Garðabæ


Íbúavefurinn Minn Garðabær vakti mikla athygli þegar hann var kynntur á ráðstefnunni Eisco 2007, sem haldin var í Finnlandi í vikunni og fjallaði um notkun upplýsingatækni í sveitarfélögum.

Tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Á ráðstefnunni voru kynntar fjölmargar nýjungar og verkefni sem unnið er að á sviði rafrænnar þjónustu við íbúa sveitarfélaga víðsvegar um Evrópu. Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri Garðabæjar sótti ráðstefnuna og kynnti þar Minn Garðabæ. Verkefnið var tilnefnt til kynningar á ráðstefnunni, af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Margir vilja samstarf við Garðabæ

Kynningin á Mínum Garðabæ vakti mikla athygli og hafa fjölmörg sveitarfélög beðið um nánari upplýsingar og óskað eftir samstarfi við Garðabæ á sviði rafrænnar þjónustu við íbúa. Guðfinna sagði m.a. frá því hvernig hægt er að nýta rafræn skilríki til að skrá sig inn á vefinn og losna þar með að muna sérstakt lykilorð til innskráningar. Einnig vakti athygli hvernig hægt er að nálgast upplýsingar frá fjölskylduvefnum Mentor með sömu innskráningu og nálgast hvatapeninga til að greiða niður íþrótta- og æskulýðsstarf.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna fást með því að smella á myndina hér fyrir neðan.