17. apr. 2007

Skólar í Garðabæ fengu styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla

Skólar í Garðabæ fengu styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla
  • Séð yfir Garðabæ


Flataskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli í Garðabæ fengu nýverið styrki úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla árið 2007.  Endurmenntunarsjóður grunnskóla veitti í ár styrki til 86 verkefna en alls bárust sjóðnum 41 umsókn til 100 verkefna. Sjá nánar í frétt á heimasíðu Menntamálaráðuneytisins.

Sjálandsskóli fékk styrk að upphæð 150 000 kr fyrir verkefnið: Útikennsla. 

Hofsstaðaskóli fékk styrk að upphæð 353 000 kr fyrir verkefnið: Fjölbreyttir kennsluhættir og námsmat.

Flataskóli fékk styrk að upphæð 64 000 kr fyrir verkefnið: Innleiðing SMT-skólafærni. 
(SMT-skólafærni er innleitt í skólasamfélagið til að fyrirbyggja, draga úr og stöðva hegðunarfrávik og þar með skapa jákvætt andrúmsloft. Ólíkum hópum nemenda er mætt með samræmdum viðbrögðum alls starfsfólks þar sem áhersla er á að gefa jákvæðri hegðun gaum og almennt nálgast nemendur með jákvæðum hætti).


Nemendur í Sjálandsskóla sýna skólann sinn á opnu húsi í mars sl.