12. apr. 2007

Samningur um uppbyggingu á Urriðaholti samþykktur

Samningur um uppbyggingu á Urriðaholti samþykktur
  • Séð yfir Garðabæ


Bæjarstjórn samþykkti í dag, 12. apríl, samning við Urriðaholt ehf. um uppbyggingu byggðar á Urriðaholti.

Samningurinn byggir á tillögu að rammaskipulagi fyrir byggð á Urriðaholti þar sem gert er ráð fyrir u.þ.b. 1.630 íbúðum í blandaðri byggð sérbýlishúsa og fjölbýlishúsa. Þá er gert ráð fyrir sérstöku viðskiptahverfi norðanvert í Urriðaholti.

Framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjast á þessu ári

Uppbygging fyrsta áfanga samkvæmt deiliskipulagi vesturhluta svæðisins hefst á þessu ári með framkvæmdum við gatnagerð. Stefnt er að því að fyrstu lóðir verði byggingarhæfar vorið 2008.

Á vesturhluta svæðisins er gert ráð fyrir 349 – 377 íbúðum, þar af 58 í einbýli, 79 í rað- og parhúsum og 212 – 240 í fjölbýlishúsum.

Fyrstu lóðir auglýstar í sumar

Urriðaholt ehf. mun annast sölu byggingarréttar á lóðum á svæðinu og er gert ráð fyrir að fyrstu lóðir verði auglýstar til sölu nú í upphafi sumars.

Deiliskipulag 1. áfanga. Smellið á myndina til að fá
upp stærri mynd í PDF-formi.