12. apr. 2007

Skóladagatöl grunnskóla 2007-2008

Skóladagatöl grunnskóla 2007-2008
  • Séð yfir Garðabæ

Skólanefnd grunnskóla hefur samþykkt skóladagatöl grunnskóla Garðabæjar fyrir skólaárið 2007-2008. 

Skólarnir hafa haft náið samráð við vinnslu skóladagatalanna þannig að skipulagsdagar og vetrarleyfisdagar eru þeir sömu í öllum skólunum.

Skólasetning er 22. ágúst og skólaslit eru 5. júní.

Skipulagsdagar eru sem hér segir: 22. okt., 4. jan., 11. og 12. feb. og 4. júní.

Vetrarleyfi er í skólunum 13.-15. feb. sem þýðir að nemendur fá frí í heila viku dagana 11. - 15. febrúar 2008.

Foreldraráð skólanna hafa öll gefið jákvæða umsögn um skóladagatölin.

Samantekið yfirlit á skóladagatölum skólanna:

Kennsludagar prófdagar skóladagar/skólaslit aðrir skóladagar samtals
Flataskóli

172-174

2 (5.-7.b.)

2

4

180

Garðaskóli

170

4

2

4

180

Hofsstaðaskóli

171-175

4 (5.-7.b.)

1

4

180

Sjálandsskóli

175

0

2

3

180

 

 

 

 

Skóladagatölin eru aðgengileg á vef Garðabæjar: www.gardabaer.is/skoladagatol