4. apr. 2007

Stjarnan stendur sig vel í handboltanum

  • Séð yfir Garðabæ


Meistaraflokkur kvenna í Stjörnunni varð Íslandsmeistari í handknattleik kvenna laugardaginn 31. mars eftir að vinna KA með 36 mörkum gegn 18.

Með sigrinum er Stjarnan komin með 7 stiga forystu í deildinni. Aðeins tveir leikir eru eftir á mótinu og því getur ekkert lið náð Stjörnunni að stigum. Stjörnustúlkur hafa spilað frábærlega í vetur og eiga sigurinn svo sannarlega skilinn.

Yngri flokkar Stjörnunnar hafa ekki síður staðið sig vel og á dögunum varð 4. flokkur kvenna  deildarmeistari HSÍ þrátt fyrir að 2 leikir séu eftir. 

Stelpurnar hafa í vetur unnið 13 leiki og gert eitt jafntefli, þær hafa ekki tapað leik á árinu.  Áður höfðu sömu stelpur unnið Bikarmeistaratitil. Takmarkið er nú sett á að vinna úrslitakeppni 4. flokks og verða þar með Íslandsmeistarar.

Sjá einnig fréttir á heimasíðu Stjörnunnar, www.stjarnan.is