22. okt. 2013

Nýr yfirverkstjóri í þjónustumiðstöð

Matthías Ólafsson hefur verið ráðinn nýr yfirflokkstjóri í áhaldahúsi/Þjónustumiðstöð.
  • Séð yfir Garðabæ

Matthías Ólafsson hefur verið ráðinn nýr yfirflokkstjóri í áhaldahúsi/Þjónustumiðstöð. Matthías er rafveituvirki að mennt og starfaði hjá Orkuveitunni frá 2001 – 2008. Matthías kom til starfa hjá umhvefisstjóra vorið 2010 og hefur haft umsjón með atvinnuátaki Garðabæjar síðustu fjögur sumur, það er sumarvinnu ungs fólks 17 ára og eldri. Einnig hefur hann í ár tekið að sér verkstjórn yfir liðsstyrkshóp sem er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og Garðabæjar. Sá hópur vann við innleiðingu pappírstunna í bænum.

Matthías hefur verið kynntur starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar og hefur hafið störf.