30. mar. 2007

Stjarnan er deildarmeistari í blaki

Deildarmeistari blaki
  • Séð yfir Garðabæ


Meistaraflokkur Stjörnunnar í blaki varð á miðvikudag deildarmeistari, annað árið í röð.

Strákarnir unnu HK með 3 hrinum gegn 1.

Garðabær óskar strákunum hjartanlega til hamingju með titilinn en þetta er annar titillinn þeirra í vetur og einn bíður þeirra á næstu vikum.

Karlalið Stjörnunnar í blaki. Deildarmeistari 2007!