27. mar. 2007

Fulltrúaráðsfundur Heimilis og skóla haldinn í Garðabæ

Fulltrúaráðsfundur Heimilis og skóla haldinn í Garðabæ
  • Séð yfir Garðabæ

Ráðstefna fulltrúa Heimilis og skóla var haldinn í Garðabæ sl. helgi undir yfirskriftinni Vitundarvakning í foreldrasamfélaginu.

Ráðstefnan var haldin í Hofsstaðaskóla og var gestunum einnig kynnt starfsemi skólans og foreldrasamstarf í Garðabæ.  Þétt dagskrá var báða dagana. M.a. voru haldnir fyrirlestrar um mikilvægi samvinnu heimila og skóla en auk þess var rætt hvernig hægt er að hvetja foreldra til að taka þátt í foreldrasamstarfi. Einnig var boðið upp á örnámskeið í framsögn.

Ráðstefnugestum var boðið á bæjarskrifstofur Garðabæjar á föstudeginum þar sem Páll Hilmarsson, formaður skólanefndar grunnskóla kynnti skólastefnu Garðabæjar tilurð hennar og vinnuna við hana sem þykir afar eftirbreytniverð samkvæmt uppýsingum frá Heimili og skóla. Oddný Eyjólfsdóttir, deildarstjóri skóladeildar sagði einnig frá samstarfi við foreldraráðin í grunnskólum bæjarins.

Ráðstefnugestir í heimsókn á bæjarskrifstofunum ásamt fulltrúum Garðabæjar

Fulltrúar Heimilis og skóla ásamt fulltrúum Garðabæjar
Páli Hilmarssyni, Oddnýju Eyjólfsdóttur og Margréti
Björk Svavarsdóttur forstöðumanni fræðslu- og menningar-
sviðs.