23. mar. 2007

Sunnuhvoll sendir leikföng til fátækra barna í Ghana

Sunnuhvoll sendir leikföng til fátækra barna í Ghana
  • Séð yfir Garðabæ


Börnin á leikskólanum Sunnuhvoli sendu nýlega ýmis leikföng sem búið var að setja upp á háaloft til fátækra barna í Ghana.

Helga Kristjánsdóttir leikskólastjóri segir að hugmyndin hafi kviknað þegar fram kom í kvöldfréttum Sjónvarps að færeyskt skip lægi í syðri höfn Hafnafjarðar. Því væri ætlað að sigla til Afríku nánar tiltekið til Ghana.

"Ómar skipstjóri sagði mikla fátækt í Ghana og að börn þar vantaði ýmislegt svo sem leikföng, ritföng og pappír. Allt sem okkur finnst alveg sjálfsagt að hafa. Við brugðumst við með að skoða hvort við gætum fundið þeim eitthvað til gagns og gleði og úr varð að tæma háaloftið af ýmsu mjög vönduðu dóti sem hafði legið þar í langan tíma.

Einnig höfðum við samband við Skólavörubúðina og sendi hún eitt bretti drekkhlaðið af pappír, litum og blýöntum. Þetta dót fer á heimili sem er kennt við móðir Theresu."

Til að koma sendingunni um borð í skipið hafði Helga samband við þjónustumiðstöð Garðabæjar. "Þar var brugðist vel við að vanda og starfsmenn komu á stórum bíl og hjálpuðu okkur við að koma þessu til skips.

Við ætlum að halda áfram að hugsa til þessarra barna og hver veit nema við eigum eftir að frétta eitthvað af þeim þegar fram líða stundir," segir Helga.Börnin á Sunnuhvoli hjálpa til við
að ferma bílinn.