Glæsileg lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
Stóra upplestrarkeppnin fór fram í 10. sinn í Garðabæ í ár. Nýmæli lokahátíðarinnar í Garðabæ, sem haldin var 20. mars sl,. var að núna tóku þátt lesarar frá 7. bekkjum tveggja sveitarfélaga, Garðabæjar og Seltjarnarness.
Í efstu sætum lentu:
1. sæti Sölvi Rögnvaldsson, 7. D, Grunnskóla Seltjarnarness- Valhúsaskóla
2. sæti Hugrún Elvarsdóttir, 7. MÁ, Hofsstaðaskóla
3. sæti Erla Ylfa Óskarsdóttir, 7. GR, Flataskóla
Aukaverðlaun fyrir góðan ljóðaflutning hlaut Árni Beinteinn Árnason, 7. C , Grunnskóla Seltjarnarness,- Valhúsaskóla
Upplestur og tónlistaratriði
Margir lögðu hönd á plóginn til að gera lokahátíðina sem glæsilegasta.
Hljóðfæraleikarar úr Tónlistarskóla Garðabæjar undir stjórn Jóhanns Björns Ævarssonar tóku á móti gestum í upphafi hátíðarinnar.
Þátttakendur í keppninni lásu í þremur umferðum en á milli þeirra var boðið upp á tónlistaratriði frá grunnskólunum og Tónlistarskóla Garðabæjar.
Allir fengu viðurkenningu
Allir þátttakendur fengu viðurkenningar fyrir þátttöku í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Garðabæ 2007.
Edda- útgáfa gaf öllum þátttakendum bækur fyrir þátttökuna. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn afhentu þremur efstu þátttakendum verðlaunaskjöl. Þá veitti BYR Sparisjóður þremur efstu þátttakendum peningaverðlaun.
Loks veittu Raddir skólastjórum þátttökuskólanna viðurkenningaskjal.
Veitingar voru í boði Café Konditori Copenhagen, Reykjavíkurvegi 74 og Mjólkursamsölunnar.
Dómnefndin
Í dómnefnd hátíðarinnar voru: Baldur Sigurðsson, dósent við KHÍ, Margrét Sigurgeirsdóttir, bókasafnsfræðingur, Brynja Sif Skúladóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir, fulltrúar Heimils og skóla, Valur Freyr Einarsson, leikari, Sturla Þorsteinsson, íslenskukennari við Garðaskóla og Sólveig Pálsdóttir, formaður menningarnefndar Seltjarnarness.
Þátttakendur í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2007
Verðlaunahafar ásamt fulltrúum skólanna. Frá vinstri:
Sigfús Grétarsson, skólastjóri Valhúsaskóla, Kristrún
Sigurðardóttir frá Hofsstaðaskóla, Sölvi Rögnvaldsson
sem lenti í fyrsta sæti, Hugrún Elvarsdóttir sem var í öðru
sæti, Erla Ylfa Óskarsdóttir sem endaði í þriðja sæti og
Árni Beinteinn Árnason sem hlaut aukaverðlaun fyrir
ljóðaflutning.