18. okt. 2013

Draumasveitarfélag fjórða árið í röð

Fjórða árið í röð hampar Garðabær titilinum draumasveitarfélagið í úttekt Vísbendingar á fjárhagsstöðu 36 stærstu sveitarfélaga landsins.
  • Séð yfir Garðabæ

Fjórða árið í röð hampar Garðabær titilinum draumasveitarfélagið í úttekt Vísbendingar á fjárhagsstöðu 36 stærstu sveitarfélaga landsins. Garðabær fær í úttektinni einkunnina 8,8 og munar þó nokkru á honum og Seltjarnarnesi sem lendir í öðru sæti með einkunnina 7.2.

Hærri ráðstöfunartekjur í Garðabæ

Eins og áður er það lág útsvarsprósenta, hófleg afkoma og hóflegar skuldir sem verða til þess að Garðabær fær háa einkunn. Í úttektinni segir að fjölskylda með 5 milljóna króna árstekjur hafi sem samsvarar 2% hærri ráðstöfunartekjur, búi hún í Garðabæ frekar í Hafnarfirði, sem skýrist af muninum á útsvarspósentunni.

Úttektin er miðuð við tölur úr ársreikningum sveitarfélaganna fyrir árið 2012 og segir almennt segir Vísbending að einkunnir sveitarfélaganna endurspegli erfitt árferði.

Sameining haldi áfram

Vísbending spáir því að sameining sveitarfélaga haldi áfram þar sem lítil sveitarfélög geti illa sinnt nýjum verkefnum sem hafa verið færð til þeirra frá ríkinu. Mörg tækifæri til sameiningar blasi við og þau þurfi að grípa.