13. mar. 2007

Frönsk sýning í Hönnunarsafni Íslands

Frönsk sýning í Hönnunarsafni Íslands
  • Séð yfir Garðabæ

Franskt menningarvor á Íslandi er viðamikil frönsk menningarveisla sem stendur yfir á Íslandi vorið 2007.  Frönsku listamennirnir M/M sem er samstarfsverkefni Mathias Augustyniak og Michael Amzalag eru meðal þeirra listamanna sem taka þátt í frönsku menningarvori með sýningu í  Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ.

Í samstarfi við listakonuna Gabríelu Friðriksdóttur hafa þeir unnið skissur og teikningar í sýningarsal safnsins að Garðatorgi.  Teikningarnar tengjast vinnu við útilistaverk sem verður sett upp á Urriðaholti með vorinu í samstarfi við landeigendur.

Sýningin opnaði sunnudaginn 4. mars sl. og verður til sýnis næstu vikur í sýningarsal safnsins að Garðatorgi 7 (á hæðinni fyrir ofan Bókasafn Garðabæjar).  Gera má ráð fyrir að sýningin þróist í takt við frekari vinnu sem fer fram hjá M/M við undirbúning útilistaverksins á Urriðaholti.

Sýningarsalur Hönnunarsafns Íslands er staðsettur að Garðatorgi 7, Garðabæ.
Opið um helgar frá 14-18 og virka daga frá kl. 16-18 (nema mánudaga). 
Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.

Sjá nánari upplýsingar um sýninguna og listamennina hér.