13. mar. 2007

Átak gegn heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi_átak2007_stór
  • Séð yfir Garðabæ

 

Evrópuráðið stendur nú fyrir tveggja ára átaki til að berjast gegn heimilisofbeldi. Farið hefur verið fram á að borgir og sveitarfélög tileinki verkefninu eina viku í kringum 8. mars með það að markmiði að vekja athygli almennings á því vandamáli sem heimilisofbeldi er og sýna að sveitarfélög taki þátt í að berjast gegn því.

 

Garðabær hefur ákveðið að taka þátt í þessu átaki í samvinnu við nokkur sveitarfélög og er það gert með því að hengja upp plaköt víðs vegar um bæinn m.a. í öllum stofnunum bæjarins, á Garðatorgi, í bókasafni og heilsugæslustöð. Einnig verða send póstkort með sama texta og mynd inn á hvert heimili vikuna 8.-15. mars. Á bakhlið kortsins er að finna hvatningu til þeirra sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis og einnig til þeirra sem vita af heimilisofbeldi. Það eru upplýsingar um hvert þolendur og gerendur ofbeldis geta leitað.  Við hvetjum alla sem á þurfa að halda til að nýta sér þá aðstoð sem hægt er að fá.

 

ÞAÐ Á ENGINN AÐ ÞURFA AÐ BÚA VIÐ HEIMILISOFBELDI EÐA OFBELDI AF NEINU TAGI.

 
Auglýsing um átakið (pdf-skjal)