12. mar. 2007

Bilun í umsóknarkerfi olli því að rafrænar umsóknir bárust ekki

  • Séð yfir Garðabæ


Vegna bilunar bárust engar rafrænar umsóknir sem sendar voru frá www.gardabaer.is og Mínum Garðabæ dagana 8.-11 mars sl. Þeir sem hafa reynt að senda umsókn á þessum tíma hafa væntanlega fengið tilkynningu um að sendingin hafi ekki tekist. 

Því miður töpuðust allar umsóknir sem sendar voru á meðan bilunin varði.

Þeir sem hafa sent inn eða reynt að senda inn umsókn á þessum dögum eru vinsamlegast beðnir um að senda inn nýja umsókn. Þeim sem eru í vafa um hvort umsóknin hafi borist, er jafnframt bent á að senda nýja umsókn til öryggis.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin hefur valdið.