12. mar. 2007

Fjölbreyttur íþróttadagur fyrir eldri borgara

Íþróttadagur eldri borgara 2007
  • Séð yfir Garðabæ


Íþróttadagur eldri borgara í Garðabæ var haldinn í fyrsta skipti föstudaginn 9. mars sl. í íþróttahúsinu Mýrinni.

Hugmyndina að íþróttadeginum eiga þær Sólveig Valgeirsdóttir og Kristín Anna Arnþórsdóttir sem hafa áralanga reynslu af kennslu og ýmsum störfum tengdum íþróttum. Skipulagning íþrótta- og heilsudagsins fyrir eldri borgara í Garðabæ var hluti af verkefni þeirra í framhaldsnámi á íþróttabraut Kennaraháskóla Íslands.

 

Í Mýrinni var boðið upp á fjölbreytta dagskrá s.s. stafagöngu, vatnsleikfimi, kennslu á tæki, stöðvaleikfimi, jóga, boccia, leiki, fræðslu, o.fl.  Dagskráin endaði með því að þátttakendur og kennarar marseruðu undir trommuleik Guðmundar R. Einarssonar, hljómlistamanns. Þetta var mjög ánægjulegur dagur og flestir fóru heim fróðari um gildi hreyfingar á efri árum og hversu mikið maður getur sjálfur haft áhrif á heilsu og líðan.

 


Fjölmargir eldri borgarar tóku þátt í stafagöngu.

 

 

Kristín Anna Arnþórsdóttir og Sólveig Valgeirsdóttir áttu hugmyndina að íþróttadeginum
og sáu um undirbúning og skipulagningu.