9. mar. 2007

Kvenfélag Garðabæjar gefur hjartastuðtæki

Kvenfélag_hjartastuðtæki
  • Séð yfir Garðabæ


Á fundi Kvenfélags Garðabæjar, þriðjudaginn 6. mars sl., fékk íþróttamiðstöðin Mýrin í Garðabæ afhent hjartastuðtæki að gjöf frá kvenfélaginu. Það var Dagmar Elín Sigurðardóttir  formaður kvenfélagsins, sem afhenti þeim Gunnari Erni Erlingssyni íþróttafulltrúa Garðabæjar og Kristjáni Hilmarssyni rekstarumsjónarmanni Mýrarinnar gjöfina.

Fyrir um tveim árum gaf kvenfélagið íþróttamiðstöðinni Ásgarði einnig hjartastuðtæki. Tæki þessi eru orðin jafn sjálfsögð og sjúkrabörur í íþróttamiðstöðum. Tækið kemur frá A. Karlssyni og mun starfsfólk íþróttamiðstöðvanna fá námskeið í notkun tækisins.

Í Mýrinni fer  fram starfssemi frá  kl. 7:30 til 23 alla daga vikunnar og mikið er um að vera um helgar. Það eru iðkendur á öllum aldri sem nýta sér þjónustu Mýrarinnar. Starfsfólk Mýrarinnar þakkar kvenfélagi Garðabæjar kærlega fyrri þessa höfðinglegu gjöf sem vonandi þarf ekki að nota.


Frá vinstri: Kristján Hilmarsson rekstrarumsjónarmaður í Mýrinni,
Dagmar Elín Sigurðardóttir formaður kvenfélagsins,
Gunnar Örn Erlingsson íþróttafulltrúi Garðabæjar.