16. jún. 2017

Nýr leikskólastjóri Kirkjubóls

Nýr leikskólastjóri Kirkjubóls
  • Séð yfir Garðabæ


Nýverið lét Kamma Níelsdóttir leikskólastjóri Kirkjubóls af störfum eftir 36 ára starf hjá Garðabæ og í kjölfarið var auglýst eftir nýjum leikskólastjóra.

Nýr leikskólastjóri er Marta S. Sigurðardóttir sem var valin úr hópi fimm umsækjenda.  Marta hóf störf við leikskólann 6. mars sl.  Marta hefur áður starfað sem leikskólastjóri og var leikskólafulltrúi leikskóla Ríkisspítala í 10 ár. Hún er boðin velkomin til starfa.