8. mar. 2007

Allir velkomnir á kynningarfund um nýjan miðbæ Garðabæjar

Allir velkomnir á kynningarfund um nýjan miðbæ Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Laugardaginn 10. mars verður haldinn almennur fundur á vegum Garðabæjar þar sem tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustulóðar á horni Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar verður kynnt. Deiliskipulagstillagan er í formlegri kynningu og frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. apríl.

Einnig verða kynntar hugmyndir að uppbyggingu miðbæjarins á Garðatorgi sem Garðabær vinnur að í samstarfi við Fasteignafélagið Klasa.

Fundurinn verður haldinn í Flataskóla og hefst kl. 11.30. Allir eru velkomnir á fundinn.

Auglýsing kynningarfundarins (pdf-skjal)