6. mar. 2007

Bætt aðstaða á heimilum dagforeldra í Garðabæ

Bætt aðstaða á heimilum dagforeldra í Garðabæ
  • Séð yfir Garðabæ


Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum 6. mars sl. reglur um greiðslur vegna aðstöðu barna hjá dagforeldrum í Garðabæ. Um er að ræða eingreiðslu sem greidd er við leyfisveitingu.  Bæjarstjórn ákveður fjárhæð hverju sinni að fenginni tillögu leikskólanefndar. Árið 2007 eru greiddar kr. 50.000 með hverju barni.

Greiðslurnar eru til að bæta aðstöðu á heimilum dagforeldra með tilliti til þarfa og öryggis þeirra barna sem þeir vista. T.d. er hægt að nota þessar greiðslur til að fjárfesta í útiskýli fyrir vagna, borð, stóla og leikföng.  Einnig þurfa eldvarnir að vera í lagi, svo og önnur öryggisatriði eins og læsingar, hlið o.fl.

 

Sjá reglurnar í heild sinni hér.