1. mar. 2007

Rafræn innritun í grunnskóla

Rafræn innritun í grunnskóla
  • Séð yfir Garðabæ


Innritun í grunnskóla í Garðabæ fyrir skólaárið 2007-2008 fer fram dagana 5.-7. mars.

Hægt er að innrita börnin rafrænt með því að skrá sig inn á Minn Garðabæ, smella á flipann umsóknir og velja eyðublaðið "Innritun í grunnskóla". Þegar eyðublaðið er fyllt út er réttur skóli valinn og berst umsóknin þá til viðkomandi skóla.

Með því að sækja um á Mínum Garðabæ sparast innsláttur, þar sem kerfið sækir upplýsingar um umsækjanda út frá kennitölu þess sem skráði sig inn. Afrit af umsókninni vistast á síðu umsækjanda og sama á við um svör frá skólanum.


1.  Smellið á merkið Minn Garðabær á www.gardabaer.is

 

2.  Setjið inn notendanafn (kennitölu) og lykilorð

Ef þig vantar nýtt lykilorð smelltu þá á "Gleymt lykilorð".  Lykilorðið verður sent í netbankann þinn.

Ef þú hefur nýlega flutt til Garðabæjar og þig vantar lykilorð smelltu þá á "Nýskráning"

3. Veldu flipann sem á stendur umsóknir


4. Veldu eyðublaðið "Innritun í grunnskóla" fylltu það út og smelltu á senda. 

Afrit af eyðublaðinu vistast í málahluta þinnar síðu á Mínum Garðabæ.