1. mar. 2007

Foreldrar sex ára barna velja skóla fyrir barn sitt

Foreldrar sex ára barna velja skóla fyrir barn sitt
  • Séð yfir Garðabæ


Árlegur kynningarfundur fyrir foreldra barna sem hefja nám í fyrsta bekk í haust var haldinn miðvikudaginn 28. febrúar. Vel var mætt á fundinn þar sem forsvarsmenn þeirra fimm grunnskóla í Garðabæ, sem eru með 1. bekk, kynntu starf sitt og áherslur.

Skólarnir eru; Flataskóli, Hofsstaðaskóli og Sjálandsskóli sem eru reknir af Garðabæ og einkareknu skólarnir Alþjóðaskólinn og Barnaskóli Hjallastefnunnar.

Mikil fjölbreytni og engin skólagjöld

Á fundinum kom vel fram hversu mikil fjölbreytni er í skólamálum í bænum. Í öllum skólunum fer fram metnaðarfullt og faglega gott starf en áherslur þeirra eru engu að síður ólíkar. Engin skólagjöld eru greidd fyrir börn úr Garðabæ í einkareknu skólunum í bænum og því geta foreldrar allra barna valið um þessa fimm skóla, eftir því hvað þeir telja að henti sínu barni best. 

Hægt að skrá börnin rafrænt

Á fundinum var einnig kynnt sú nýjung að hægt er að innrita börn í grunnskóla rafrænt, með því að skrá sig inn á Minn Garðabæ og fylla þar út umsókn um innritun eða fylla út umsókn á vefnum gardabaer.is.

Innritun fer fram dagana 5.-7. mars og þá verða eyðublöðin aðgengileg á Mínum Garðabæ og www.gardabaer.is

Kynningar skólanna frá fundinum eru á vef Garðabæjar.

Foreldrum er einnig bent á að allir skólarnir taka vel á móti þeim sem vilja koma í heimsókn og kynnast starfinu betur. 

Mynd af fundargestum í sal

Það var vel mætt á fundinn þar sem skólarnir kynntu
starf sitt fyrir foreldrum verðandi grunnskólabarna

Skólastjórarnir fimm sem kynntu skóla sína

Skólastjórar skólanna fimm sem kynntu starf sitt.
Frá vinstri: Margrét Harðardóttir Hofsstaðaskóla,
Sigurveig Sæmundsdóttir Flataskóla, Þorgerður Anna
Arnardóttir Barnaskóla Hjallastefnunnar, Berta Faber
Alþjóðaskólanum og Helgi Grímsson Sjálandsskóla.