26. feb. 2007

Takið þátt í útivistarkönnun - ekkert lykilorð nauðsynlegt

Takið þátt í útivistarkönnun - ekkert lykilorð nauðsynlegt
  • Séð yfir Garðabæ

Könnun á viðhorfi Garðbæinga til útivistarsvæðanna í bænum er nú aðgengileg á vefnum www.gardabaer.is og þarf ekkert lykilorð til að taka þátt.  

Til að opna könnunina er nóg að smella á hnappinn Útivistarkönnun vinstra megin á forsíðu vefsins.

Könnunin er hluti af stærra rannsóknarverkefni. Markmiðið er að kanna viðhorf, notkun og þarfir fólks í tengslum við náttúrutengd útivistarsvæði í Garðabæ. Vonast er til að upplýsingarnar muni nýtast til að bæta útivistaraðstöðu í framtíðarskipulagi bæjarins og hvetja til aukinnar útivistar.

Garðbæingar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni og leggja þannig sitt af mörkum til að bæta aðstöðu til útivistar.