12. feb. 2007

Yfir 100 manns kynntu sér tillögur að rammaskipulagi á Hnoðraholti

Yfir 100 manns kynntu sér tillögur að rammaskipulagi á Hnoðraholti
  • Séð yfir Garðabæ

Fimm mismunandi tillögur að rammaskipulagi íbúðabyggðar á Hnoðraholti voru kynntar á opnum fundi í Flataskóla laugardaginn 10. febrúar sl.  Ríflega 100 manns mættu á fundinn og fengu tækifæri til að ræða við höfunda tillagnanna sem kynntu þær í máli og myndum.

Í forsögn um skipulagið sem höfundar tillagnanna höfðu til hliðsjónar er gert ráð fyrir að í Hnoðraholti fullbyggðu verði 600-1000 íbúðir og að íbúar verði 2000-2700 talsins. Gert er ráð fyrir að í hverfinu verði grunnskóli og tveir leikskólar og opið svæði til útivistar.

Forsögnina og tillögurnar fimm er hægt að skoða hér á vefnum.  Þær verða einnig til sýnis á bæjarskrifstofum Garðabæjar til 2. mars nk.


Tillögurnar kynntar

Höfundar tillagnanna kynntu þær í máli og myndum og
svöruðu fyrirspurnum. Á myndinni er fulltrúi arkitektastofunnar
Arkiteó að svara fyrirspurnum og Stefán Snær Konráðsson
formaður skipulagsnefndar.

Tillögurnar kynntar