9. feb. 2007

Tillögur að rammaskipulagi íbúðabyggðar á Hnoðraholti - opinn fundur laugardag 10. feb. kl. 13

Tillögur að rammaskipulagi íbúðabyggðar á Hnoðraholti - opinn fundur laugardag 10. feb. kl. 13
  • Séð yfir Garðabæ


Fimm tillögur að rammaskipulagi íbúðabyggðar í Hnoðraholti verða kynntar á opnum fundi í Flataskóla laugardaginn 10. febrúar. Fundurinn hefst kl. 13.

Fimm hönnunarhópar sem taka þátt í vinnu við gerð rammaskipulagsins hafa skilað inn tillögum sínum til rýnihóps og munu þeir kynna sínar tillögur á fundinum í Flataskóla.

Tillögurnar verða til sýnis í anddyri bæjarskrifstofu Garðatorgi til 2. mars.

Tillögurnar má einnig skoða hér á vef Garðabæjar

Forsögn rýnihóps vegna rammaskipulagsgerðar

Smellið á myndina til að sjá auglýsingu um fundinn