8. feb. 2007

Netsamtöl við bæjarstjóra fara vel af stað

Netsamtal bæjarstjóra
  • Séð yfir Garðabæ


Gunnar Einarsson bæjarstjóri stóð í ströngu kl. 11-12 í morgun, þegar hann svaraði fyrstu spurningunum sem honum bárust í netsamtölum í við íbúa bæjarins. Gunnar ætlar að svara spurningum og taka við ábendingum íbúa á þessum tíma næstu fimmtudaga.

Netsamtölin fóru vel af stað að sögn Gunnars sem átti samtöl við þó nokkra íbúa í þessari fyrstu tilraun. Einhverjir sem skráðu sig inn á meðan annað samtal átti sér stað hættu þó við áður en Gunnar náði að svara þeim. Gunnar vill því benda fólki á að það geti þurft að sýna smá þolinmæði standi þannig á.

Einkasamtöl íbúa og bæjarstjóra

Til að eiga netsamtal við bæjarstjóra smellirðu á hnappinn "Netsamtal við bæjarstjóra" hægra megin á forsíðu vefsins, skráir nafn og netfang og ýtir á tengjast.

Netsamtöl eru einkasamtöl þess sem tengist og bæjarstjórans. Þau eru ekki aðgengileg öðrum netnotendum.

Netsamtölin geta því t.d. hentað þeim sem eiga erindi við bæjarstjóra en eiga erfitt með að koma á bæjarskrifstofurnar á skrifstofutíma.


Gunnar Einarsson svarar íbúum við tölvuna fimmtudaginn 8. feb. 2007

Gunnar Einarsson bæjarstjóri spjallar við íbúa í netsamtali
fimmtudaginn 8. febrúar 2007.