7. feb. 2007

Vinátta - forvarnarvika gegn einelti

Vinátta - forvarnarvika gegn einelti
  • Séð yfir Garðabæ


Vikan 22. - 26. janúar var tileinkuð forvörnum gegn einelti í grunnskólum Garðabæjar.

Kennarar lögðu áherslu á vináttuna og jákvæð samskipti til að fyrirbyggja einelti. Vikan hófst á því að allir nemendur og starfsmenn skólans komu saman á mánudagsmorgninum og mynduðu vinakveðju umhverfis skólann. Þegar tekist hafði að mynda keðjuna var genginn einn hringur í yndislegu veðri.

Ýmsar aðrar uppákomur fylgdu í kjölfarið í bekkjum skólans. Haldnir voru bekkjarfundir, farið í leynivinaleik og leiki sem styrkja vináttubönd innan kennslustofunnar. Nemendur skrifuðu einnig um vináttuna bæði í bundnu og óbundnu máli. Að lokum enduðu nemendur í 6. bekk vikuna á því að upplýsa hver leynivinurinn væri og færðu honum vöfflu.

Sigurjón Guðjónsson nemandi í 7. A.R. snart streng í hjörtum nemenda og kennara með frumsömdu ljóði um vináttuna.

Ljóðið er birt á vef Hofsstaðaskóla.