Dregið úr umsóknum um lóðir
Dregið var úr umsóknum um lóðir á Hraunsholti eystra og í Garðahrauni á fundi bæjarráðs í morgun. Viðstaddir útdráttinn voru sýslumaður og þrír fulltrúar umsækjenda.
Dregið var um einbýlishús á Hraunsholti eystra og í Garðahrauni og um parhús í Garðahrauni.
Bæjarráð mun gera tillögu til bæjarstjórnar um úthlutun skv. útdrættinum. Bæjarstjórn afgreiðir málið endanlega á fundi sínum 1. febrúar.
Rétt er að minna á eftirfarandi ákvæði í reglum um úthlutun lóða:
Úthlutun á byggingarrétti er ávallt háð því að umsókn sé gild og er áskilinn réttur til að kanna nánar útdregnar umsóknir. Komi í ljós að umsókn uppfylli ekki ofangreind skilyrði fellur réttur til úthlutunar niður.
Listar með nöfnum þeirra sem dregnir voru út eru aðgengilegir hér fyrir neðan í PDF-skjölum.
Úthlutun byggingarréttar á einbýlishúsalóðum á Hraunsholti eystra skv. útdrætti 30. janúar 2007.
Úthlutun byggingarréttar á einbýlishúsalóðum í Garðahrauni skv. útdrætti 30. janúar 2007.
Úthlutun byggingarréttar á parhúsalóðum í Garðahrauni skv. útdrætti 30. janúar 2007.
