26. jan. 2007

Síðustu forvöð að taka þátt í útivistarkönnun

Síðustu forvöð að taka þátt í útivistarkönnun
  • Séð yfir Garðabæ


Nú eru síðustu forvöð að taka þátt í útivistarkönnuninni á Mínum Garðabæ.

Markmið þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf, notkun og þarfir fólks í tengslum við náttúrutengd útivistarsvæði í Garðabæ. Vonast er til að upplýsingarnar muni nýtast til að bæta útivistaraðstöðu í framtíðarskipulagi bæjarins og hvetja til aukinnar útivistar.


Rannsóknin verður framkvæmd í þremur hlutum. Sú vefkönnun sem hér er kynnt er fyrsti hluti rannsóknarinnar. Í öðrum hluta, sem framkvæmdur verður vorið 2007, verður unnið með ýmsum sérhópum og sumarið 2007 verður unnið að vettvangskönnun. Lokaniðurstöður verða kynntar haustið 2007.

Könnunin er á vefnum

Könnunin er vistuð á vef bæjarins á "Mínum Garðabæ" og því þarf lykilorð til að geta tekið þátt.

Ef þú ert búin að týna lykilorðinu er auðvelt að nálgast það, smelltu á gleymt lykilorð á vefnum eða sendu póst á gardabaer@gardabaer.is.

Það tekur um 10-25 mín að fylla könnunina út allt eftir því hvað þú ert vel kunnug(ur).

Tveir heppnir þátttakendur fá 20 þúsund króna gjafabréf frá 66°norður!

Könnunin verður virk út mánuðinn.