25. jan. 2007

Eldvarnir á sjö tungumálum

Eldvarnir
  • Séð yfir Garðabæ

 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út bæklinga þar sem fjallað er um grunnatriði eldvarna á sjö tungumálum, auk íslensku. Efnið er ætlað innflytjendum og útlendingum sem starfa hér á landi um lengri og skemmri tíma.

 

Bæklingarnir eru tveir og í þeim er fjallað um grundvallaratriði á borð við reykskynjara, flótta úr brennandi íbúð og slökkvitæki. Þá er fjallað um neyðarnúmerið 112, og Hjálparsíma Rauða krossins en bæklingarnir eru gefnir út í samvinnu við 112 og Rauða kross Íslands.

 

Eru að svara kalli tímans


Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að útgáfa efnisins sé tímabær enda hafi starfsmenn liðsins margsinnis komist að því að útlendingar hafi takmarkaða þekkingu á eldvörnum og búi við aðstæður þar sem eldvörnum er ábótavant.

- Við erum með þessari útgáfu einfaldlega að svara kalli tímans og veita nýjum íbúum lágmarksþjónustu. Bæklingarnir liggja frammi á stöðum sem líklegt er að útlendingar heimsæki og starfsmenn forvarnadeildar okkar munu dreifa þeim þar sem þurfa þykir. Auk þess er unnt að nálgast þá á vef okkar, www.shs.is . Þekki fólk útlendinga sem ekki geta tileinkað sér efni um eldvarnir á íslensku hvet ég það til að benda á þetta nýja efni okkar, segir Jón Viðar.

Garðar H. Guðjónsson kynningarráðgjafi annaðist útgáfu bæklinganna og Alþjóðahúsið þýddi efnið á ensku, pólsku, rússnesku, litháísku, spænsku, tælensku og serbnesku. Efni bæklinganna hefur einnig verið birt í blaði Alþjóðahússins, Slökkviliðsmanninum og Fréttablaðinu og náð þannig mikilli útbreiðslu.

Bæklingur um eldvarnir á sjö tungumálum

 

 

Click here to read a brochure about fire preparedness