24. jan. 2007

Reglur samþykktar um útdrátt vegna úthlutunar lóða

Reglur samþykktar um útdrátt vegna úthlutunar lóða
  • Séð yfir Garðabæ


Bæjarráð hefur samþykkt reglur um útdrátt umsókna við úthlutun á byggingarrétti vegna lóða á Hraunsholti og í Garðahrauni. Lóðirnar voru auglýstar til úthlutunar í október 2006 og rann umsóknarfrestur út 5. nóvember sl. Um er að ræða 91 lóð en alls bárust 522 umsóknir.

Dregið verður úr umsóknum á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 30. janúar. Um hverja lóð verður dreginn úthlutunarhafi og þrír varamenn.

Reglur um útdrátt við úthlutun lóða