24. jan. 2007

Kamma lætur af störfum eftir 36 ára starf

Kamma lætur af störfum eftir 36 ára starf
  • Séð yfir Garðabæ


Kömmu Níelsdóttur leikskólastjóra á Kirkjubóli var þakkað fyrir farsæl störf fyrir Garðabæ með kveðjukaffi á bæjarskrifstofunum í dag 24. janúar. Kamma er að láta af störfum eftir 36 ára starf hjá Garðabæ.

Fjölmargir Garðbæingar kannast við Kömmu vegna starfa hennar á Kirkjubóli. Gunnar Einarsson bæjarstjóri færði henni gjöf um leið og hann þakkaði henni fyrir óeigingjörn störf í gegnum árin. Hann sagði við það tilefni að Kamma hefði aldrei legið á skoðunum sínum heldur iðulega bent á það sem betur mætti fara. Slíkt væri mikils virði.

Kamma fékk einnig gjafir frá starfsmönnum skólaskrifstofu og frá leikskólastjórum annarra leikskóla Garðabæjar sem þökkuðu henni gott samstarf.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri færði Kömmu gjöf með
þökkum fyrir störf hennar fyrir Garðabæ.

Leikskólastjórar í Garðabæ, Gunnar Einarsson og Margrét Björk Svavarsdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs

Leikskólastjórar leikskóla Garðabæjar kvöddu Kömmu
ásamt Gunnari Einarssyni og Margréti Björk Svavarsdóttur,
forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs.