23. jan. 2007

Forvarnastefna Garðabæjar samþykkt

Forvarnamynd
  • Séð yfir Garðabæ

Forvarnastefna Garðabæjar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 18. janúar sl. 

Leiðarljós forvarnastefnunnar er að öll börn og ungmenni eigi að fá tækifæri til að blómstra. Í stefnunni er litið á forvarnir í víðu samhengi. Fram kemur að foreldrar gegna lykilhlutverki í forvörnum en jafnframt að forvarnir séu samvinnuverkefni allra sem koma að starfi með börnum og ungmennum.

Forvarnastefnan verður gefin út í bæklingi sem verður dreift inn á öll heimili í Garðabæ.Allir Garðbæingar eru hvattir til að kynna sér efni stefnunnar. Bæklingurinn er jafnframt aðgengilegur hér á vefnum.

Smellið á myndina til að opna stefnuna í PDF-skjali.