22. jan. 2007

Vel mætt á Vífilsstaðavatn um helgina

Skautar 200107
  • Séð yfir Garðabæ

Margmenni var á skautasvellinu á Vífilsstaðavatni um helgina. Veður var ákjósanlegt fyrir skautafólk, stillt og bjart. Þegar ljósmyndari kom að vatninu síðdegis á laugardeginum voru um 20 manns á svellinu en mun fleiri höfðu verið þar fyrr um daginn . Á sunnudeginum var einnig vel mætt á svellið.

Ljóst er að Vífilsstaðavatn og umhverfi þess er mikil útilífsparadís sem býður upp á mikla möguleika.

Það er spáð hlýnandi veðri næstu daga og því þarf fólk að fara með gát út á vatnið næstu daga.

Skautað á Vífilsstaðavatni