19. jan. 2007

Garðbæingar hvattir til að taka þátt í útivistarkönnun

Garðbæingar hvattir til að taka þátt í útivistarkönnun
  • Séð yfir Garðabæ

 

Garðbæingar eru hvattir til að taka þátt í vefkönnun um náttúrutengd útivistarsvæði í Garðabæ. Vefkönnunin er aðgengileg á ,,Mínum Garðabæ" og allir Garðbæingar 18 ára og eldri geta tekið þátt. Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf, notkun og þarfir fólks í tengslum við útivistarsvæðin. Vonast er til að upplýsingarnar muni nýtast til að bæta útivistaraðstöðu í framtíðarskipulagi bæjarins og hvetja til aukinnar útivistar.

 

Til þess að nota Minn Garðabæ þarf sérstakt lykilorð. Lykilorð var sent til allra Garðbæinga 18 ára og eldri í heimabanka.  Ef lykilorð er ekki að finna í heimabanka er hægt að nálgast nýtt lykilorð með því að fara á innskráningarsíðu og biðja um nýtt lykilorð (nýskráning eða gleymt lykilorð).  Einnig er hægt að senda t-póst með nafni og kennitölu á netfangið: minngardabaer@gardabaer.is. Nýtt lykilorð verður sent bréfleiðis.  


Könnunin verður virk fram í miðjan janúar og umhverfisnefnd Garðabæjar hvetur sem flesta til að gefa sér tíma í að svara spurningunum og koma þannig skoðunum sínum á framfæri.


Tveir heppnir þátttakendur fá gjafabréf frá 66°N að verðmæti 20 000 krónur hvort, dregið verður að lokinni könnun.  Könnunin verður virk út janúar.

Innskráningarsíða fyrir vefkönnun.