19. jan. 2007

Skautasvell á Vífilsstaðavatni

Skautasvell 2 Vífilsstv. 2007
  • Séð yfir Garðabæ


Skautasvell var opnað í gær, fimmtudag, á Vífilsstaðavatni, að vestanverðu. Svellið var aðeins auglýst innan Garðaskóla en það var opið til kl. 21 í gærkvöldi. Milli 30 og 40 krakkar mættu á svellið og skautuðu á flóðlýstu svellinu undir dynjandi tónlist. Boðið var upp á heitt kakó til að ná hita í kroppinn en frostið var um -6° og svolítill vindur.

Gert er ráð fyrir að ágætis svell verði á vatninu um helgina. Gott er að leggja bílum á bílastæðum við vestanvert vatnið. Aðgát skal höfð við útfallið á vatninu en þar er vök við brúna. Keilum verður komið fyrir þar í dag.

Það voru starfsmenn Garðabæjar og Hjálparsveit Skáta í Garðabæ sem stóðu að uppákomunni í gærkvöldi.